Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.7.2008 | 13:45
Til skammar!!
Einn svartasti dagur þjóðarinnar í dag!!
Hvaða fólk er þetta sem tekur þá ákvörðun fyrir okkar hönd sem samfélags, að senda Ramses til Ítalíu. Bara af því að það er smuga í lögunum sem segir að við getum hent "vandamálinu" þangað.
Við getum ímyndað okkur í mannmergðinni á Ítalíu að eitt svona mál komi ekki til með að fá mikla og ígrundaða meðferð. Líkurnar á að maðurinn endi í Kenía eru mjög miklar mundi ég halda og við vitum hvernig það getur endað!!
Rifjast upp fyrir mér mál tengdadóttur hennar Jónínu, þó svo að það hafi verið aðeins af öðrum toga að þá sýnir það mál manni hvað hefði verið hægt að gera fyrir Ramses!! Maðurinn virðist vera í alla staði til fyrirmyndar og nýorðinn faðir!!!
Svo fóru stuðningsmenn hans inn á akbraut, sem er annað en að fara inn á flugbraut!! þeir náðu að tefja 3 vélar í akstri en ekki í flugtaki eða lendingu!! mikill munur þar á. Mæli ekki með svona mótmælum en er ánægður með að það er einhver að gera eitthvað.
Nei í dag skammast ég mín fyrir að vera íslendingur og vona að þeir sem þessa ákvörðun tóku megi eiga margar andvökunæturnar af samviskubiti, þeas ef einhver samviska er fyrir hendi!!
29.12.2007 | 08:29
flugeldasala
Sæl veriði og gleðilega hátíð.
Eftir að hafa lesið moggann, sérstaklega grein um flugelda og Landsbjörg, vaknar upp í mér þessi hugsun sem hefur blundað í mér undanfarin ár hvað í andskotanum íþróttafélög og einkaaðilar eru að gera inn á flugeldamarkaðinum!!
I þessari grein er verið að ræða um áskorun á Landsbjörg að taka flugeldaruslið og farga því! Gott og gilt, en gerir þetta fólk ekki nóg, ég bara spyr! Hefur einhver áskorun að sama skapi borist til íþróttafélaga eða einkaaðila um slíkt hið sama?
Mín skoðun er sú að björgunarsveitirnar eiga að sitja einir að sölu á flugeldum, þarna er fagfólk að verki og öll þurfum við á öflugum björgunarsveitum að halda.
Ég skora á fólk að versla flugeldana hjá björgunarsveitunum
Með þökk, ae
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar